Innlent

Íslendingar á HM verði að passa upp á skráningarkortið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og stuðningsmennirnir í kringum hann hafa vonandi ekki glatað skráningarkortinu.
Ragnar Sigurðsson og stuðningsmennirnir í kringum hann hafa vonandi ekki glatað skráningarkortinu. Vísir/Getty
Embætti ríkislögreglustjóra brýnir fyrir Íslendingum, sem sækja Rússland heim vegna HM í knattspyrnu, að halda vel utan um skráningarkortið (e. migration card) sem þeir fá við komuna til landsins.

Í færslu embættisins segir að margir Íslendingar hafi lent í töluverðum vandræðum eftir að hafa týnt umræddu korti.

„Allir sem koma til landsins eiga að fá svona kort, hvort sem ferðast er á Fan-ID eða vegabréfaáritun. Það er brýnt að passa vel uppá þetta kort og geyma það með öruggum hætti með vegabréfinu eða Fan-ID,“ segir í færslu embættisins.

Þar er jafnframt tekið fram að nauðsynlegt sé að framvísa kortinu þegar landið er yfirgefið. Ef ekki er hægt að framvísa því við brottför getur það leitt til sektar. Þá krefjist rússnesk hótel þess einnig að skráningarkortinu sé framvísað við innritun.

„Ef þetta kort týnist þarf að fara á næstu lögreglustöð og óska eftir nýju. Það er ferlegt vesen að standa í því og þessvegna brýnum við fyrir öllum að passa vel uppá þetta,“ segir í færslu ríkislögreglustjóra sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×