Fótbolti

Íslendingaliðinu Aalesund mistókst að nýta sér liðsmuninn í fallbaráttuslag

Aron Elís var tekinn af velli á 69. mínútu í dag.
Aron Elís var tekinn af velli á 69. mínútu í dag. vísir/getty
Það gengur lítið sem ekkert hjá Íslendingaliðinu Aalesund í norska boltanum þessa dagana en þrátt fyrir að leika manni fleiri seinasta hálftímann tókst þeim aðeins að kreista fram 1-1 jafntefli gegn Kristiansund á heimavelli en heimamenn jöfnuðu á lokasekúndum leiksins.

Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru í byrjunarliði Aalesund sem hefur ekki unnið leik í deildinni frá því í júní eða í tólf umferðir eftir úrslit dagsins.

Kristiansund missti mann af velli á 68. mínútu þegar Amidou Diop fékk rautt spjald en stuttu síðar var okkar mönnum kippt af velli.

Kristiansund komst yfir á 86. mínútu en Vebjorn Hoff bjargaði stigi fyrir heimamenn með jöfnunarmarki á 95. mínútu leiksins.

Þetta stig kemur Aalesund lítið áleiðis, liðið er enn í fallsæti en gat með sigri í dag komist upp að hlið Kristiansund í 12. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×