Fótbolti

Íslendingaliðin töpuðu í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í peysu Lilleström.
Rúnar í peysu Lilleström. vísir/getty
Bæði Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en fimmtánda umferðin kláraðist í dag.

Rúnar Kristinsson og lærisveinar í Lilleström töpuðu 2-1 gegn Stabæk á heimavelli. Lilleström jafnaði á 88. mínútu, en Stabæk skoraði sigurmarkið mínútu síðar.

Lilleström er í tíunda sæti deildarinnar með 17 stig, en Stabæk er í þrettánda sætinu með 13 stig.

Álasund tapaði 4-1 fyrir Odds Ballklubb á heimavelli, en staðan var 2-0 fyrir Odds í hálfleik.

Aron Elís Þrándarson og Adam Örn Arnarson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Álasund, en Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á bekknum.

Álasund er í fjórtánda sætinu með tólf stig, en Odds er í öðru sætinu með 33 stig - þremur stigum frá toppliði Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×