Handbolti

Íslendingaliðin sigursæl í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander í leik með Ljónunum.
Alexander í leik með Ljónunum. vísir/getty
Stórliðin Rhein-Neckar Löwen, Kiel og Füchse Berlin eru komin áfram í þýska bikarnum í handbolta, en leikið var í dag.

Gummersbach vann 23-18 sigur á Erlangen, en með Gummersbach leikur Gunnar Stenin Jónsson.

Emsdetten vann nauman 34-33 sigur á HF Springe, en Emsdetten var fjórum mörkum yfir í hálfleik 18-14.

Bergrischer vann ellefu marka sigur, 28-17, en Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru á mála hjá Bergrischer.

Füchse Berlin rúllaði yfir SG LVB, en lokatölur urðu 39-28 sigur Füchse. Bjarki Már Elísson gekk í raðir liðsins í sumar.

EHV Aue vann þrettán marka sigur á SV 64, 35-22, en staðan í hálfleik var 17-10. Rúnar Sigtryggsson þjálfar lið Aue, en Árni Sigtryggsson og Sveinbjörn Pétursson spila með Aue.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu 21 marka sigur á VfL Fredenbeck, 39-18, en staðan í hálfleik var 16-6, Kiel í vil.

Rhein-Neckar Löwen vann níu marka sigur á TV Bittenfeld 1898, 27-18, en Alexander Petterson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru á mála hjá Ljónunum.

Eisenach tapaði með tólf mörkum fyrir Melsungen á útivelli, 30-18, en Magdeburg vann SV Henstedt-Ulzburg á útivelli með fimmtán mörkum, 23-38.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×