Handbolti

Íslendingaliðin mætast ekki í undanúrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson mætir verðandi samherjum sínum.
Aron Pálmarsson mætir verðandi samherjum sínum. Vísir/Getty
Íslendingaliðin Kiel og Barcelona drógust ekki saman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta en dregið var í dag.

Barcelona mætir pólska liðinu Vive Tauron Kielce og Kiel fær að kljást við Veszprem frá Ungverjandi.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu, en hann heldur einmitt til Veszprem eftir að tímabilinu lýkur í sumar.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrum samherji Arons hjá Kiel, leikur sem kunnugt er með Barcelona.

Undanúrslita- og úrslitaleikirnir fara fram, að venju, í Köln í Þýskalandi dagana 30.-31 maí. Allir leikirnir í Final Four, eins og helgin er kölluð, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×