Fótbolti

Íslendingaliðin lentu ekki saman | Liverpool heppið með riðil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Vísir/Getty
Þrjú Íslendingalið voru í pottinum í dag þegar dregið var í riðla í Evrópudeildinni í fótbolta en þau lentu ekki saman í riðli.

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var einkar óheppið með riðil en Spurs þarf að keppa við Anderlecht frá Belgíu, Monakó frá Frakklandi og Qarabag frá Aserbáidjsan.

Liverpool lenti í riðli með Rubin frá Rússlandi, Bordeaux frá Frakklandi og Sion frá Sviss. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir þessum liðum í Evrópukeppni og menn þar á bæ geta talið sig nokkuð heppna með riðil.

Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í riðli með Fiorentina frá Ítalíu, Lech frá Póllandi og Belenenses frá Portúgal.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spila með norska liðinu Rosenborg sem lenti í erfiðum riðli með Dnipro frá Úkraínu, Lazio frá Ítalíu og St-Étienne frá Frakklandi.

Ragnar Sigurðsson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar eru síðan í riðli með Dortmund frá Þýskalandi, PAOK frá Grikklandi og Qäbälä frá Aserbaídsjan.

Ajax og Celtic lentu saman í riðli með tyrkneska liðinu Fenerbahce og norska liðinu Molde.



Riðlarnir í Evrópudeildinni 2015-2016:

A-riðill

Ajax (Holland)

Celtic (Skotland)

Fenerbahce (Tyrkland)

Molde (Noregur)

B-riðill

Rubin (Rússland)

Liverpool (England)

Bordeaux (Frakkland)

Sion (Sviss)

C-riðill

Dortmund (Þýskaland)

PAOK (Grikkland)

Krasnodar (Rússland)

Qäbälä (Aserbaídsjan)

D-riðill

Napoli (Ítalía)

Club Brugge (Brugge)

Legia (Pólland)

Midtjylland (Danmörk)

E-riðill

Villarreal (Spánn)

Plzen (Tékkland)

Rapid Vín (Austurríki)

Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland)

F-riðill

Marseille (Frakkland)

Braga (Portúgal)

Liberec (Tékkland)

Groningen (Holland)

G-riðill

Dnipro (Úkraína)

Lazio (Ítalía)

St-Étienne (Frakkland)

Rosenborg (Noregur)

H-riðill

Sporting CP (Portúgal)

Besiktas (Tyrkland)

Lokomotiv Moskva (Rússland)

Skënderbeu (Albanía)

I-riðill

Basel (Sviss)

Fiorentina (Ítalía)

Lech (Pólland)

Belenenses (Portúgal)

J-riðill

Tottenham (England)

Anderlecht (Belgía)

Monakó (Frakkland)

Qarabag (Aserbáidjsan)

K-riðill

Schalke (Þýskaland)

APOEL (Kýpur)

Sparta Prag (Tékkland)

Asteras (Grikkland)

L-riðill

Athletic (Spánn)

AZ (Holland)

Augsburg (Þýskaland)

Partizan (Serbía)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×