Handbolti

Íslendingaliðin Kiel og Gummersbach áfram í þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty
Íslendingaliðin Kiel og Gummersbach komust í kvöld áfram í sextán liða úrslit þýska bikarkeppninnar í handbolta eftir að bæði liðin unnu örugga sigra á heimavelli.

Aron Pálmarsson lék ekki með liði Kiel sem átti ekki í miklum vandræðum með að vinna TBV Lemgo  á heimavelli. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu á endanum með tólf marka mun, 32-20. Joan Canellas var markahæstur með sex mörk en Patrick Wiencek skoraði fimm.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark í sex marka heimasigri VfL Gummersbach á SG BBM Bietigheim, 33-27 en Bietigheim situr í botnsæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Eina mark Gunnars Steins í leiknum leit dagsins ljós í lok fyrri hálfleiks þegar hann kom sínum mönnum í 15-8. Gummersbach var átta mörkum yfir í hálfleik, 16-8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×