Fótbolti

Íslendingaliðið Rosenborg norskur meistari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hólmar Örn í leik með Rosenborg á KR-velli.
Hólmar Örn í leik með Rosenborg á KR-velli. vísir/valli
Rosenborg er norskur meistari í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Molde í deildinni í dag. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Molde í leiknum.

Guðmundur Þórarinsson og Hólmar Örn Eyjólfsson léku báðir allan leikinn fyrir Rosenborg en Matthías Vilhjálmsson kom inn á af bekknum korteri fyrir leikslok.

Rosenborg er með 62 stig í deildinni þegar enn eru fimm umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið er nítján stigum á undan Brann sem er í öðru sæti deildarinnar og er það því orðið ljóst að liðið er norskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×