Handbolti

Íslendingaliðið Guif komst áfram í EHF-bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook.com/ifguif
Sænska úrvalsdeildarfélagið Guif komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarkeppninnar eftir sigur á ungverska liðinu Balatonfuredi KSE á útivelli, 25-23.

Staðan var ekki góð fyrir þá sænsku en Guif var þremur mörkum undir í hálfleik, 11-8. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar náðu þó að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér stigin sem liðið þurfti til að komast áfram í 8-liða úrslitin.

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður, og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson leika með liðinu.

Melsungen og Guif urðu í efstu sætum D-riðils EHF-bikarkeppninnar og fara áfram í næstu umferð. Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, er einnig komið áfram en það leikur í C-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×