Enski boltinn

Íslandsvinurinn Moyes líklegastur til að taka af Allardyce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moyes gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Moyes gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty
David Moyes er maðurinn er hæstráðendur hjá Sunderland vilja fá sem eftirmann Sams Allardyce, næsta landsliðsþjálfara Englands.

Moyes hefur verið atvinnulaus frá því hann var rekinn frá Real Sociedad í nóvember á síðasta ári en hann virðist vera á leið í ensku úrvalsdeildina á ný.

Moyes stýrði Everton í níu ár við góðan orðstír áður en hann var ráðinn eftirmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.

Moyes fékk sex ára samning við United en hann entist aðeins 10 mánuði í starfi á Old Trafford.

Allardyce tók við Sunderland í erfiðri stöðu í byrjun nóvember í fyrra en tókst að bjarga liðinu frá falli.

Allt bendir hins vegar til þess að hann sé á förum frá Sunderland til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði starfi sínu lausu eftir að England tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×