MÁNUDAGUR 5. DESEMBER NÝJAST 23:57

Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

FRÉTTIR

Íslandsmeistararnir í fyrsta leik Lengjubikarsins á morgun

 
Íslenski boltinn
15:30 11. FEBRÚAR 2016
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Jón Ragnar Jónsson fögnuðu vel eftir Fjölnisleikinn í september á síðasta ári.
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Jón Ragnar Jónsson fögnuðu vel eftir Fjölnisleikinn í september á síðasta ári. VÍSIR/ÞÓRDÍS INGA

Íslandsmeistarar FH verða í eldlínunni í fyrsta leik Lengjubikars karla í fótbolta í ár en Lengjubikarinn fer af stað á morgun, föstudaginn 12. febrúar.

Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fjölnis og Íslandsmeistara FH. FH-ingar tryggðu sér einmitt titilinn með sigri á Fjölni í Kaplakrika í lok september síðastliðnum,

Leikur FH og Fjölnis hefst klukkan 19:00 í Egilshöll og klukkan 21:00 sama kvöld leika Reykjavíkurfélögin Þróttur og Leiknir. Öll eru þessi lið í fjórða riðli en þar eru einnig lið Þórs og Leiknis F. sem mætast á sunnudaginn.

Leiknir varð á dögunum Reykjavíkurmeistari en Pepsi-deildarliði Þróttar gekk skelfilega í Reykjavíkurmótinu og fékk ekki eitt einasta stig.

Fjölmargir leikir verða svo í A-deild karla um komandi helgi. Í A deild karla er leikið í fjórum sex liða riðlum.

Tvö efstu félögin úr hverjum riðli komast í átta liða úrslit. Keppni í A-deild kvenna hefst svo 20. febrúar en aðrar deildir fara ekki af stað fyrr en í byrjun mars.

Leikir í Lengjubikar karla í fótbolta um helgina:

Riðill 1
sun. 14. feb. 14:00 Keflavík - ÍBV (Reykjaneshöllin)                
sun. 14. feb. 14:45 Valur - Huginn (Egilshöll)                      
sun. 14. feb. 20:15 Fram - Stjarnan (Egilshöll)  

Riðill 2
lau. 13. feb. 11:15 Breiðablik - Fylkir (Fífan)         
lau. 13. feb. 15:00 Víkingur Ó. - Selfoss (Akraneshöllin)                     
sun. 14. feb.  16:00 KA - Fjarðabyggð (Boginn)

Riðill 3
sun. 14. feb. 16:00 ÍA - Grindavík (Akraneshöllin)                 
sun. 14. feb. 18:15 KR - Haukar (Egilshöll)  

Riðill 4
fös. 12. feb. 19:00 Fjölnir - FH (Egilshöll)      
fös. 12. feb. 21:00 Þróttur R. - Leiknir R. (Egilshöll)                
sun. 14. feb. 18:00 Þór - Leiknir F. (Boginn)


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Íslandsmeistararnir í fyrsta leik Lengjubikarsins á morgun
Fara efst