Sport

Íslandslest á milli Helsinki og Tampere

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson verða báðir í eldlínunni í Finnlandi 2. september.
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson verða báðir í eldlínunni í Finnlandi 2. september. Vísir/Getty
Sérstök „Íslandslest“ verður á milli Helsinki og Tampere í Finnlandi þann 2. september næstkomandi en þann dag fara fram tveir leikir hjá íslenskum liðum í Finnlandi.

Körfuboltalandsliðið keppir í lokakeppni EM næsta sumar og spilar sína leiki í Helsinki. 2. september leikur liðið gegn Pólverjum.

Þann sama dag leikur knattspyrnulandslið karla gegn Finnum í undankeppni HM 2018. Sá leikur fer fram í Tampere.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins í dag að sérstök „Íslandslest“ fari frá Helsinki til Tampere þann daginn til að flytja íslenskt stuðningsfólk á milli borganna. Um 160 kílómetrar eru á milli þeirra.

Icelandair og Gaman ferðir munu bæði vera með hópferðir á leikina, eins og fram kemur í frétt mbl.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×