Viðskipti innlent

Íslandsbanki kærði Höllu

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/valli
Íslandsbanki kærði Höllu Sigrúnu Hjartardóttur, stjórnarformann FME, til FME og sérstaks saksóknara þegar hún hætti störfum hjá bankanum á sínum tíma.

Málin voru felld niður en Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Halla hætti störfum hjá Íslandsbanka og hóf störf hjá Straumi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru kærurnar látnar falla niður áður en Halla hóf störf hjá Straumi en málið lauk fyrir áramótin 2011-12.

Sömu heimildir segja að henni sé gefið að sök að hafa tekið með sér upplýsingar úr bankanum er hún skipti um vinnu.

Halla ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs. Hún segir að fjölskylda sín hafi verið áreitt af fréttamönnum undanfarna daga. Halla Sigrún hafnar því í yfirlýsingu að hún hafi átt hlut í Skeljungi líkt og fullyrt hefur verið.

Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar og aðrar reglur takmarka ekki viðskiptin. Fjölmiðlar hafa áður greint frá því að Halla hafi hagnast um um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi.


Tengdar fréttir

Halla Sigrún hættir hjá FME um áramótin

Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs.

Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME

Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×