Fótbolti

Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skaut Íslandi í 23. sæti heimslistans.
Kolbeinn Sigþórsson skaut Íslandi í 23. sæti heimslistans. vísir/andri marinó
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 23. sæti á heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 9. júlí.

Þetta kemur fram í útreikningum virts spænsk tölfræðings, en síðasti sigur á Tékkum kemur liðinu úr 37. sæti og upp í það 23.

Ísland verður á ný efsta Norðurlandaþjóðin á listanum, einu sæti fyrir ofan Danmörku og einu sæti á eftir Frakklandi.

Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið ofar á listanum, en árangurinn skilaði sér í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM 2018.

Argentína mun hirða efsta sætið af heimsmeisturum Þýskalands, en Argentína komst í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×