Handbolti

Ísland var sentimetrum frá því að komast á EM í gær | Myndband

Serbarnir fögnuðu vel í gær.
Serbarnir fögnuðu vel í gær. vísir/getty
Lokamínútan í leik Svartfjallalands og Serbíu í undankeppni EM var rosaleg.

Ef Svartfjallaland hefði unnið leikinn þá hefði Ísland verið komið með öruggt sæti á EM næsta janúar. Leiknum lyktaði aftur á móti með jafntefli sem heldur lífi í vonum Serba og rúmlega það.

Norskir dómarar leiksins höfðu sín áhrif á lokamínútuna. Þeir dæmdu boltann af Serbum af ástæðum sem enginn annar virtist sjá.

Svartfellingar fá boltann og geta klárað leikinn. Þeir voru svo ótrúlega nálægt því. Lokaskotið var dramatískt og Serbar fögnuðu ógurlega.

Fyrir vikið er ekki ljóst hvernig fer í riðli Íslands. Ísland er komið með níu tær á EM en gæti þurft að næla í að minnsta kosti jafntefli gegn Svartfellingum til að komast á EM. Með sigri mun Ísland vinna riðilinn. Það er kristaltært.

Hér má sjá lokamínútuna í þessum magnaða leik.

Hér má svo sjá stöðuna í riðli Íslands.


Tengdar fréttir

Strákarnir okkar eru komnir með níu tær til Póllands

Það hafa borist misvísandi upplýsingar um það í fjölmiðlum síðustu klukkutíma um það hvort Ísland sé komið á EM eður ei. Staðreyndin er sú að Ísland er ekki enn komið með öruggt sæti á EM í Póllandi næsta janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×