Handbolti

Ísland var eina liðið sem heimsmeistararnir unnu ekki í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Karabatic, yngri bróðir Nikola Karabatic, spilar mikilvægt hlutverk í vörn franska liðsins og hann var viss um að jafnteflið á móti Íslandi í riðlakeppninni hafi hjálpað liðinu í framhaldinu. Ísland var eina liðið sem nýkrýndir heimsmeistarar unnu ekki á HM í Katar.  

„Við hefðum getað tapað þeim leik. Ísland á eitt besta handboltalið í Evrópu og það er alltaf erfitt að vinna íslenska liðið. Ég man að við töpuðum fyrir þeim á Ólympíuleikum. Ég held að það hafi jafnvel verið gott að við unnum ekki þennan leik gegn Íslandi [í riðlinum] og mikilvægt augnablik. Eftir hann spiluðum við betur á mótinu," sagði Luka Karabatic í viðtali við Arnar Björnsson efir úrslitaleikinn í gær.

Það er hægt að sjá allt viðtalið við Luka Karabatic hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá hvernig Íslandsleikurinn er sér á báti meðal leikja franska liðsins á heimsmeistaramótinu.



Úrslit leikja Frakka á HM í Katar 2015:

Riðlakeppnin:

30-27 sigur á Tékklandi  [+3]

28-24 sigur á Egyptalandi  [+3]

26-26 jafntefli við Ísland  [0]

32-26 sigur á Alsír  [+6]

27-25 sigur á Svíþjóð  [+2]

16 liða úrslit

33-20 sigur á Argentínu  [+13]

8 liða úrslit

32-23 sigur á Slóveníu  [+9]

Undanúrslit

26-22 sigur á Spáni  [+4]

Úrslitaleikur

25-22 sigur á Katar  [+3]


Tengdar fréttir

Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM

Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×