Körfubolti

Ísland tapaði í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ísland tapaði öðru sinni fyrir Danmörku í æfingaleik en liðin áttust við í Stykkishólmi í kvöld.

Danir unnu öruggan sigur í leik liðanna á Ásvöllum í gærkvöldi en í kvöld þurfti framlengingu til. Að henni lokinni unnu Danir sigur, 83-80.

Gestirnir byrjuðu mun betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 27-18. En íslenska liðið gafst ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, hægt og rólega.

Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir voru Danir með ellefu stiga forystu, 73-62, en þá tók Helena Sverrisdóttir sig til og skoraði ellefu stig í röð fyrir Ísland og tryggði liðinu framlengingu.

Danir skoruðu tíu stig í henni en Ísland aðeins sjö og þar við sat.

Helena var stigahæst Íslendinga með 30 stig auk þess sem hún tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði þrettán stig.

Ísland - Danmörk 80-83 (18-27, 15-16, 18-16, 22-14, 7-10)

Ísland: Helena Sverrisdóttir 30/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Hildur Sigurðardóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 0/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 0.

Danmörk: Kiki Jean Lund 17/6 stoðsendingar, Ida Tryggedsson 13, Gritt Ryder 12, Emilie Hesseldal 8/9 fráköst, Katrine Dyszkant 6/4 fráköst, Camilla Blands 6/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emilie Fogelström 5, Mathilde Linnea Gilling 5/5 fráköst, Cecilie Tang Homann 4, Ida Krogh 4, Natascha Hartvich 3, Tea Jörgensen 0/4 fráköst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×