Innlent

Ísland niður um 14 sæti á lista um umhverfisvernd

Sjávarútvegur er gríðarlega orkufrekur iðnaður sem losar mikið af gróðurhúsalofttegundum. Fréttablaðið/Jón Sigurður
Sjávarútvegur er gríðarlega orkufrekur iðnaður sem losar mikið af gróðurhúsalofttegundum. Fréttablaðið/Jón Sigurður
Náttúra Ísland hefur fallið um fjórtán sæti á samræmdri umhverfisvísitölu sem sérfræðingar við Yale-háskóla taka saman. Í byrjun árs 2010 var Ísland í fyrsta sæti af 163 þjóðum sem tóku þátt. Ísland hlýtur 76,5 stig af hundrað mögulegum samkvæmt rannsókninni. Þrátt fyrir að lenda neðar á listanum en áður er þetta bæting um 2,99 prósent á tíu ára tímabili. Ísland er í fyrsta sæti af 178 löndum þegar kemur að hreinleika vatns. Loftgæði hér hljóta 98,33 stig en þar lendir Ísland í fimmtánda sæti. Athygli vekur að Ísland er í 148. sæti af 178 þegar kemur að landbúnaði og í 84. sæti þegar kemur að sjávarútvegi en hvorugt er mælt í umhverfisgæðum heldur snýr að regluverki um vernd vistkerfa og auðlindastjórnun. Sjávarútvegurinn hefur fallið um ríflega átján prósent á tíu ára tímabili. – snæ


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×