Lífið

Ísland með síðustu lögunum á fyrra undanúrslitakvöldinu í Kænugarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greta Salóme tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrra. Hún komst ekki áfram.
Greta Salóme tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrra. Hún komst ekki áfram. vísir/getty
Ísland tekur þátt í fyrra undankvöldinu í Eurovision-keppninni sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu í maí.

Fyrra undanúrslitakvöldið verður haldið 9. maí. Seinna kvöldið verður síðan 11. maí og mun úrslitakvöldið fara fram 13. maí.

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2017 og mun sigurvegarinn í þeirri keppni fara út með framlag Íslands í lokakeppninni.

Hér að neðan má sjá löndin sem eru með okkur í riðli og í hvaða röð þau koma fram. Ísland er því þriðja síðasta þjóðin á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Svartfjallaland

Finnland

Georgía

Portúgal

Belgía

Svíþjóð

Albanía

Azerbaijan

Ástralía

Kýpur

Slóvenía

Armenía

Tékkland

Lettland

Ísland

Grikkland

Pólland


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×