Handbolti

Ísland mætir verðandi HM-mótherjum rétt fyrir HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og Sverra Jakobsson.
Guðjón Valur Sigurðsson og Sverra Jakobsson. Vísir/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið gæti þurft að vera í „feluleik" rétt fyrir HM í Katar í janúar því liðið þarf að spila við verðandi HM-mótherja rétt fyrir heimsmeistaramótið.

Íslenska handboltalandsliðið spilar vináttuleiki við Þjóðverja á Íslandi í byrjun janúar og mætir síðan bæði Svíum og Dönum í æfingamóti í Danmörku nokkrum dögum síðar.

Ísland er í C-riðli með Svíum á HM í Katar og mætir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu 16. janúar eða aðeins viku eftir að liðin spila á æfingamóti í Danmörku.

Ísland gæti síðan mætt Þjóðverjum eða Dönum í sextán liða úrslitunum því þau eru bæði í D-riðlinum en liðin í C og D-riðli mætast í 16 liða, 8 liða og undanúrslitum.

„Það er erfitt að draga sig út úr þessu móti í Danmörku þó að við séum að mæta til dæmis Svíum. Þetta er ekki æskileg staða. Við þurfum að ræða það hvernig við nálgumst þann leik, og líka hvernig við förum í þessa alls fimm leiki skömmu fyrir mót. Við þurfum að passa að álagið á lykilmenn sé ekki of mikið. Nokkrir yngri leikmenn fá því kannski stærra hlutverk þarna," sagði Aron í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag.


Tengdar fréttir

Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM

Eftir að íslenska handboltalandsliðið fékk sæti á HM í handbolta í Katar í janúar er ljóst að fjórir íslenskir þjálfarar verða í eldlínunni á mótinu. Engin önnur þjóð á svo marga þjálfara á heimsmeistaramótinu í ár.

Ísland skráð á æfingamót á sama tíma og HM í Katar

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Handknattleikssamband Íslands höfðu skipulagt mikla dagskrá fyrir íslenska landsliðið í janúar áður en kom í ljós að Ísland fengi að vera með á HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×