Fótbolti

Ísland mætir Írlandi í Dublin í lok mars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir mæta Kósovó 24. mars 2017 og fara svo til Dublin og mæta Írlandi fjórum dögum síðar.
Strákarnir mæta Kósovó 24. mars 2017 og fara svo til Dublin og mæta Írlandi fjórum dögum síðar. vísir/ernir
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því írska í vináttulandsleik 28. mars 2017.

Leikurinn fer fram á Aviva leikvanginum í Dublin en hann tekur rúmlega 50.000 áhorfendur.

Fjórum dögum áður, 24. mars, sækir Ísland Kósovó heim í undankeppni HM 2018. Það verður fimmti leikur íslensku strákanna í undankeppninni.

Ísland og Írland hafa mæst 10 sinnum á fótboltavellinum. Írar hafa unnið sjö leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli.

Nítján ár eru liðin frá því Ísland og Írland mættust síðast. Það var í undankeppni HM 1998, á Laugardalsvellinum 6. september 1997. Írar höfðu betur, 2-4, og skoraði Roy Keane tvö af mörkum Íra. Hann er í dag aðstoðarþjálfari írska landsliðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×