Sport

Ísland í öðru sæti í stigakeppninni eftir fyrri dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingi Rúnar er í áttunda sæti.
Ingi Rúnar er í áttunda sæti. Vísir/breidablik
Hermann Þór Haraldsson er efstur meðal íslenskra karlakeppenda á Evrópubikarkeppninni í fjölþraut sem fer fram á Madeira eftir fyrri keppnisdag. Hermann er í sjötta sæti með 3577 stig samtals.

Hermann er einu stigi á eftir Íranum sem er í sætinu fyrir ofan hann, en rúmum 500 stigum á eftir Niels Pittomvils sem er í efsta sætinu með 4019 stig.

Ingi Rúnar Kristinsson er í áttunda sæti með 3455 stig og Krister Blær Jónsson í tíunda sæti með 3339 stig.

Samanlangt er Ísland í öðru sæti í stigakeppninni með 19120 stig, en Rúmenar eru efstir með 20573 stig.

Nánari tölur frá þeim má sjá hér að neðan, en fimm greinum af tíu er lokið.

Úrslit: (100 metra hlaup - langstökk - kúluvarp - hástökk - 400 metra hlaup)

Hermann Þór Haraldsson: 11,36 sek - 7,5 metrar - 13,38 metrar - 1,98 metrar - 48,94 sek

Ingi Rúnar Kristinsson: 11,51 sek - 6,34 metrar - 13,16 metrar - 1,80 metrar - 51,66 sek

Krister Blær Jónsson: 11,63 sek - 6,54 metrar - 10,18 metrar - 1,77 metrar - 50,13 sek




Fleiri fréttir

Sjá meira


×