Viðskipti innlent

Ísland í fjórða sæti á SPI listanum

Samúel Karl ólason skrifar
Frá málþinginu í dag.
Frá málþinginu í dag. Mynd/Anton Brink
Ísland er í fjórða sæti á lista Social Progress index vísitölunnar. Hún sýnir hvernig einstök lönd standa sig varðandi innviði og samfélagslega þætti. Þetta kom fram á málþingi sem haldið var um vísitöluna í Arion banka í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, sagði á ráðstefnunni að hann vonaði að Íslendingar tileinkuðu sér þessar mælingar og notuðu þetta tæki til að skoða stöðu samfélagsins hér yfir lengra tímabil.

Hann sagði að mögulega gæti mælikvarði af þessu tagi nýst til dæmis við stefnumótun á vinnumarkaði.

„Efnahagslegar framfarir leiða til framfara í samfélaginu og samfélagslegar framfarir leiða jafnframt til efnahagslegra framfara,“ sagði Michael Green, aðalritstjóri og framkvæmdastjóri Social Progress Index (SPI) vísitölunnar, á málþinginu samkvæmt tilkynningu frá Gekon.

Málþingið var haldið á vegum Gekon í samstarfi við Deloitte og Arion banka.

Það sem gerir SPI mælikvarðann frábrugðinn öðrum er að engar hagrænar mælingar eru undirliggjandi. Einungis er notast við samfélagslegar og umhverfislegar mælingar. Í mengi SPI eru 133 þjóðir eða um 94 prósent mannkyns, samkvæmt tilkynningunni.

Michael Green og útlistaði aðferðafræðina að baki vísitölunni. Aðrir framsögumenn voru Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs Arion banka, Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Össuri, og Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gekon,samstarfsaðili SPI á Íslandi. Fundarstjóri varr Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Frekari upplýsingar má sjá hér á vef SPI.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×