Handbolti

Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir HM 2019

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísland tekur hringinn eftir leikinn í gær.
Ísland tekur hringinn eftir leikinn í gær. vísir/ernir
Það berast ekki bara vondar fréttir fyrir íslenska handboltann frá Evrópumótinu í Króatíu, en í kvöld bárust góðar fréttir fyrir Ísland.

Eftir að ljóst var að Tékkland höfðu unnið nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í D-riðli í kvöld er ljóst að Ísland verður í efri styrkleikaflokki fyrir HM 2018.

Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir Ísland að þrátt fyrir mikil vonbrigði á EM í Króatíu þá er það tryggt að liðið verður í efri styrkleikaflokki fyrir HM 2019.

Mótið verður haldið í Þýskalandi og Danmörku, en gestgjafarnir fara eðlilega sjálfkrafa inn á mótið. Frakkar eru einnig búnir að tryggja sig rétt inn á mótið, enda ríkjandi heimsmeistarar.

Ekki er ljóst hvenær dregið verður í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×