Lífið

Ísland í dag: Bað hana um að fara í fóstureyðingu

Sindri Sindrason skrifar
Hin 22 ára Dagmar Rós Svövudóttur varð ólétt eftir 27 ára kærasta sinn eftir stutt samband. Hann var hins vegar ekki tilbúinn til að verða pabbi og bað hana um að fara í fóstureyðingu. Í það minnsta myndi hann ekki vilja neitt með barnið hafa. Hún neitaði þar sem óvíst er hvort hún geti aftur orðið ólétt. Búið er að taka annan eggjaleiðarann og hinn er ekki í góðu standi.

Nú þegar hún er komin átta mánuði á leið hefur ekkert heyrst í honum og Dagmar er ekki sátt. Hún vill opnari umræðu um óléttu, sem í hennar tilfelli hefur gengið brösulega og er með skilaboð til verðandi feðra, sem ekki vilja börnin. Þeir skulu átta sig á því að þeim gæti liðið öðruvísi eftir fimm, tíu eða tuttugu ár. Þá er hins vegar ekki víst að börnin vilji tengsl við þá.

Ísland í dag hitti Dagmar Rós sem í dag býr ásamt fjölskyldu sinni í Kópavogi og fékk að heyra sögu hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×