Lífið

Ísland í dag: Slagsmálahundurinn Baltasar gisti fangageymslur aðra hverja helgi

Baltasar Kormákur svaf aðra hverja helgi í fangaklefa á sínum yngri árum. Þetta sagði hann Pétri Jóhanni Sigfússyni á meðan þeir horfðu saman á Djöflaeyjuna, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sögu Einars Kárasonar, þar sem Baltasar fór með aðalhlutverkið.

Pétur Jóhann spurði Baltasar meðal annars að því hvort hann væri slagsmálahundur.

„Já, eða ég var það,“ sagði Baltasar. „Ég var bara alltaf láréttur á laugardagskvöldum. Kom fljúgandi láréttur inn í slagsmál. Ég svaf aðra hverja helgi í klefa.“

Allt innslagið verður sýnt í Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld, í opinni dagskrá á Stöð 2.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×