Sport

Ísland í 5. sæti í blönduðum flokki | Danir vörðu titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar
Íslenska liðið hafnaði í 5. sæti af 6. liðum.
Íslenska liðið hafnaði í 5. sæti af 6. liðum. Vísir/Andri Marinó
Danir vörðu titil sinn í blönduðum flokki á EM í hópfimleikum sem stendur nú yfir í Laugardalnum. Íslenska liðið hafnaði í 5. og næstneðsta sæti með 51.750 stig, en Ísland fékk 53.115 stig í forkeppninni og endaði þar í 4. sæti.

Norska liðið varð hlutskarpast í forkeppninni og leiddi eftir fyrstu umferðina í dag með 20.233 stig. Ísland keppti þar í dýnustökki og fékk 16.700 stig fyrir frammistöðu sína þar.

Danska liðið tók forystuna af norska liðinu í annarri umferð, þar sem Danir fengu 21.066 stig fyrir æfingar á gólfi. Ísland keppti einnig í gólfæfingum í annarri umferð þar sem liðið fékk 18.400 stig fyrir frammistöðu sína.

Æfingar á gólfi hjá Íslandi.Vísir/Andri Marinó
Í þriðju og síðustu umferðinni keppti Ísland í dýnustökki. Niðurstaðan úr því voru 16.650 stig og íslenska liðið fékk því samtals 51.750 stig fyrir frammistöðu sína í dag.

Danir tryggðu sér sigurinn með fá 18.150 stig fyrir dýnustökkið. Danmörk fékk alls 57.466 stig fyrir frammistöðu sína í dag, en aðeins munaði 33 stigum á Dönum og Norðmönnum.

Lokastaðan í blönduðum flokki:

1. Danmörk - 21.066 (gólf), 18.150 (dýna), 18.250 (trampólín)=57.466 stig

2. Noregur - 20.233, 18.200, 19.00=57.433 stig

3. Svíþjóð - 21.083, 17.950, 18.150=57.183 stig

4. Frakkland - 21.116, 16.400, 15.100=52.616 stig

5. Ísland - 18.400, 16.650, 16.700=51.750 stig

6. Bretland - 16.758, 15.600, 14.250=46.608 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×