Viðskipti innlent

Ísland í 29. sæti yfir samkeppnishæfni þjóða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ísland hækkaði um eitt sæti milli ára á lista yfir samkeppnishæfni þjóða.
Ísland hækkaði um eitt sæti milli ára á lista yfir samkeppnishæfni þjóða. Vísir/Vilhelm
Ísland er í 29. sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða sem Alþjóðaefnahagsráðið (e. World Economic Forum) birti í gær.  Ísland hækkaði um eitt sæti milli ára. Þessu greinir IFS greining frá.

Samkeppnishæfni landa er metin út frá 113 hagstærðum sem WEF telur að skipti hvað mestu máli varðandi framleiðni lands. Sviss varð efst á lista en þar á eftir komu Singapore, Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Japan, Hong Kong, Finnland, Svíþjóð og Bretland. Alls tóku um 140 lönd þátt í rannsókninni. Holland hækkaði hvað mest af 10 efstu þjóðunum en það hækkaði um þrjú sæti frá síðustu rannsókn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×