Innlent

Ísland hlýtur verðlaun ytra

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Valli
Cornell-háskóli í Bandaríkjunum veitti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og íslensku þjóðinni heiðursverðlaun fyrir forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni.

Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór athöfnin fram í Íþöku í New York-ríki á föstudag.

Verðlaunin, sem bera heitið The Atkinson Center Award for Global Leadership in Sustainable Development, eru tengd sérstakri stofnun við Cornell-háskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×