Golf

Ísland hafnaði í 16. sæti | Tap gegn Írlandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í golfi
Íslenska kvennalandsliðið í golfi mynd/gsí
Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í 16. sæti á Evrópumóti kvennalandsliða í golfi eftir 3-2 tap gegn Írlandi á Urriðavelli í dag.

Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttir byrjuðu daginn vel fyrir Ísland og unnu fjórmenningsleikinn örugglega með fjórum vinningum þegar þrjár holur voru eftir.

Íslandi gekk ekki eins vel í einstaklingsleikjunum fjórum því aðeins Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafði sigur en hinir þrír leikirnir töpuðust allir.

Guðrún Brá lék frábærlega á mótinu og tapaði ekki einum einasta leik sem verður að teljast mjög góður árangur hjá henni þó liðið hafi ekki náð þeim árangri sem vonast var til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×