Lífið

Ísland Got Talent: „Er bara hvaða hálfvitum sem er hleypt hérna inn?“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það varð uppi fótur og fit þegar Leiknisljónin, stuðningsmenn knattspyrnufélagsins Leiknis, stigu á stokk í Ísland got talent-þætti kvöldsins.

Að eigin sögn fólst atriðið þeirra í því að þeir „snáðuðu“ yfir sig og það gerðu þeir - með aðstoð Jakobs Frímanns Magnússonar, eins dómaranna.

Píanistinn snjalli sá um undirleikinn meðan fótboltabullurnar kyrjuðu eitt af stuðningsmannalögum Leiknis, við ágætis undirtektir. Það ætlaði þó allt um koll að keyra þegar einn keppendanna þrýsti á sjálfan gullhnappinn sem sendir atriði beint í undanúrslit.

Dómararnir brugðust ókvæða við og voru ekki lengi að senda þeim fjögur rauð X, sem gefa til kynna að atriðið hafi ekki fallið í kramið. „Ég er nú frekar pirruð,“ hafði Ágústa Eva að segja um atriðið og ljóst að henni var ekki skemmt.

Dr. Gunni var sjálfur gáttaður. „Er bara hvaða hálfvitum sem er hleypt hérna inn?“

Atriði Leiknisljónanna má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×