Fótbolti

Ísland enn sextánda besta þjóð í heimi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Okkar konur fagna eftir sigur á Makedóníu í júní.
Okkar konur fagna eftir sigur á Makedóníu í júní. Vísir
Íslenska kvennalandsliðið er í sextánda sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og stendur í stað á milli lista. Síðasti listi var gefinn út í júní.

Ísland hóf árið í 20. sæti en liðið stendur vel í undankeppni EM 2017 eftir að hafa unnið alla sex leiki sína í riðlinum en mestu munaði um 4-0 sigur á Skotum ytra í toppslag riðilsins í byrjun júní.

Ísland mætir næst Slóveníu á Laugardalsvelli þann 16. september og getur þá endanlega gulltryggt sæti sitt í lokakeppni EM sem fer fram í Hollandi á næsta ári.

Sjá einnig: Ísland hænuskrefi frá EM eftir markasúpu í Laugardalnum

Kanada er hástökkvari listans eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Kanada fer upp um fjögur sæti á milli lista og er nú í fjórða sæti.

Sjá einnig: Kanada tók bronsið aftur

Bandaríkin, sem féll óvænt úr leik í fjórðungsúrslitum leikanna, eru í efsta sæti listans en nýkrýndir Ólympíumeistarar Þýskalands eru í öðru sæti. Frakkar eru svo í þriðja sæti.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar Ólympíumeistarar í fyrsta sinn

Þýska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér nú rétt í þessu sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikum eftir 2-1 sigur á Svíþjóð í úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó.

Hope Solo sett í sex mánaða bann

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó.

Kanada tók bronsið aftur

Kanadíska fótboltalandsliðið vann til bronsverðlauna á öðrum Ólympíuleikunum í röð þegar liðið bar sigurorð af Brasilíu, 2-1, í leiknum um 3. sætið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×