Handbolti

Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Vísir/Eva Björk
Alþjóðahandboltasambandið hefur nú gefið út lokastöðu liðanna átta sem duttu út úr sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar.

Íslenska liðið endar í ellefta sæti á heimsmeistaramótinu en aðeins Makedónía og Svíþjóð eru ofar af þeim liðum sem komust ekki lengra en í sextán liða úrslitin.

Íslenska liðið hafnaði því einu sæti ofar en á síðasta heimsmeistaramóti sem var jafnframt fyrsta HM undir stjórn Arons Kristjánssonar.

Þetta er í þriðja sinn sem Ísland endar í 11. sæti HM en það gerðist líka í bæði skiptin sem keppnin hefur farið fram í Frakklandi, 1970 og 2001.

Það eru stigin þrjú í riðlinum á móti liðum sem komust áfram í sextán liða úrslitin sem skila íslenska liðinu í ellefta sætið og ofar en Argentína, Austurríki, Egyptaland, Túnis og Brasilía.

Ísland vann Egyptaland og gerði jafntefli við Frakkland en stigin á móti neðstu tveimur liðunum telja ekki og þar með ekki stórtapið á móti Tékkum.

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu enduðu í 13. sæti á mótinu.



Röð þjóða í 9. til 16. sæti á HM í Katar:

9. Makedónía/ 4 stig / 95-85 í markatölu

10. Svíþjóð / 3 / 74-68

11. Ísland / 3 / 70-75

12. Argentína / 1 / 70-76

13. Austurríki / 1 / 86-93

14. Egyptaland / 1 / 74-81

15. Túnis / 1 / 75-86

16. Brasilía / 0 / 82-92

Sæti Íslands í sögu HMí handbolta:

5. sæti: 1 sinni (1997)

6. sæti: 3 sinnum (1961, 1986, 2011)

7. sæti: 1 sinni (2003)

8. sæti: 2 sinnum (1993, 2007)

9. sæti: 1 sinni (1964)

10. sæti: 2 sinnum (1958, 1990)

11. sæti: 3 sinnum (1970, 2001, 2015)

12. sæti: 1 sinni (2013)

13. sæti: 1 sinni (1978)

14. sæti: 2 sinnum (1974, 1995)

15. sæti: 1 sinni (2005)




Tengdar fréttir

Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum

"Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×