Innlent

Ísland bráðnar í nýju sýndarveruleikamyndbandi CNN

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yfirskrift myndbandsins er "Ísland er að bráðna“
Yfirskrift myndbandsins er "Ísland er að bráðna“ CNN
Áhrif loftslagsbreytinga á Ísland eru í brennidepli í nýju sýndarveruleikamyndbandi fjölmiðlarisans CNN.

Í myndbandinu fljúga áhorfendur yfir margar af helstu náttúruperlum landsins meðan þeir eru leiddir í allan sannleikann um hvernig þær munu koma til með að breytast ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í loftslagsmálum. 

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Myndbandið ber yfirskriftina „Ísland er að bráðna“ og í texta með myndbandinu segir að „land elds og ísa sé á brúninni.“ Meðal náttúruperla sem birtast í myndbandinu eru Svínafellsjökull, Jökulsárlón, Gullfoss og Þingvellir sem og Bláa lónið.

„Á þessari stundu eru jöklar á Íslandi, sem og annars staðar á Norðurslóðum, á barmi bráðnunar. Sumir vísindamenn telja að jöklar landsins gætu verið með öllu horfnir á næstu 200 árum. Aðrir segja að enginn hafís verði á norðurhveli jarðar um miðja öldina. Það yrði ekki einungis vandamál Íslands eða þessa íss, heldur alls heimsins,“ má heyra rödd segja í myndbandinu.

Myndbandið má að sama skapi sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×