Erlent

Íslamska ríkið skaut eldflaugum til Ísrael

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Egypskir hermenn á Sínaí skaga hafa barist á undanförnum dögum við ISIS liða.
Egypskir hermenn á Sínaí skaga hafa barist á undanförnum dögum við ISIS liða. vísir/epa
Skæruliðar á Sínaí skaga skutu eldflaugum yfir landamæri Egyptalands og yfir til Ísrael. Ekkert mannfall varð í kjölfar árásarinnar en tengist bardögum Egypta og meðlima ISIS. Reuters segir frá.

Á Twitter-síðu sem tengist Íslamska ríkinu mátti finna tíst þar sem upplýst var að flaugunum hafi verið beint að Palestínu og Gaza svæðinu.

Samkvæmt ísraelska hernum hafa tvær flaugar fundist úr árásinni. Egypsk yfirvöld líta málið alvarlegum augum og hafa hafið rannsókn á því hvaðan flaugarnar komu.

Á undanförnum dögum hafa hersveitir tengdar ISIS barist við egypska hermenn á skaganum og hafa tólf fallið í bardögum og árásum úr lofti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×