Erlent

ISIS sagt hafa komið í veg fyrir flótta tugþúsunda íbúa Fallujah

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Írakski herinn og vopnaðar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa sótt borginni úr þremur áttum og eru nærri því að ná inn í miðborg borgarinnar.
Írakski herinn og vopnaðar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa sótt borginni úr þremur áttum og eru nærri því að ná inn í miðborg borgarinnar. Vísir/Getty
Vígamenn ISIS í Fallujah eru sagðir hafa komið í veg fyrir að allt að tuttugu þúsund íbúar borgarinnar gætu flúið frá átökum um borgina. Írakski herinn sækir að Fallujah en hafa mætt harðri mótspyrnu af hálfu ISIS.

Írakski herinn og vopnaðar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa sótt borginni úr þremur áttum og eru nærri því að ná inn í miðborg borgarinnar. Þar hefur sóknin þó stöðvast þar sem vígamenn ISIS eru gráir fyrir járnum. Talið er að allt að þúsund vígamenn leynist í miðborg Fallujah í skotbyrgjum og jarðgöngum sem þeir hafa reist.

Talið er að enn séu um 50 þúsund íbúar borgarinnar þar innilokaðir og hefur vígamönnum ISIS, með mótspyrnu sinni, tekist að koma í veg fyrir að almennir borgarar getið flúið borgina.

Skipuleggjendur áhlaupsins á Fallujah segja það óljóst hvort að ISIS hyggist halda áfram að berjast eða hvort þeir muni flýja borgina líkt og gerðist þegar barist var um Kobani og Ramadi á undanförnum árum.


Tengdar fréttir

Írakar sækja fram gegn ISIS við Fallujah

Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið fregnir af því að almennir borgarar hafi dáið úr hungri í Fallujah og fólk hafi jafnvel verið myrt fyrir að neita að berjast fyrir ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×