Erlent

ISIS lýsir yfir ábyrgð á stunguárás í Rússlandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var á svæðinu í dag þegar árásin átti sér stað.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu í dag þegar árásin átti sér stað. Vísir/AFP
Isis samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem átti sér stað í Surgut í Rússlandi í dag. Alls slösuðust átta manns og þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn var vopnaður hníf og stakk gangandi vegfarendur. Independent greinir frá.

Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu eftir árásina. Rússnesk yfirvöld höfðu áður neitað að svara því hvort að um hryðjuverkaárás væri að ræða og sögðust einfaldlega vera að rannsaka málið. Lögreglan hefur staðfest að maðurinn stóð einn að baki árásinni en rannsóknarteymi hefur rannsakað málið sem tilraun til manndráps fremur en hryðjuverkaárás.

Árásin kemur í kjölfar hryðjuverkaárásar í Barselóna á Spáni og í Túrkú í Finnlandi. Alls létust 14 í árásinni í Barselóna á fimmtudag en tveir létu lífið í stunguárásinni í Finnlandi á föstudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×