Erlent

ISIS lýsir árásinni í Dhaka á hendur sér

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni í Dhaka, höfuðborg Bangladess, í dag á hendur sér. Vígamenn samtakanna réðust inn á kaffihús í borginni þar sem þeir hófu skothríð og tóku um tugi manns gíslingu.

Tveir lögreglumenn féllu í árásinni og um þrjátíu manns særðust. Óstaðfestar fregnir herma að tuttugu manns hafi látið lífið í árásinni, og að á annan tug útlendinga séu á meðal þeirra sem eru í haldi hryðjuverkamannanna. Tölur um fjölda gísla eru þó enn á reiki.

Ekki hefur tekist að frelsa gíslana, en að sögn yfirvalda í Bangladess standa samningaviðræður nú yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×