Erlent

ISIS-liðar tóku tuttugu af lífi á sviði hringleikahúss í Palmyra

Atli Ísleifsson skrifar
Hringleikahúsið í Palmyra. ISIS-liðar náðu hinni fornu borg á sitt vald í síðustu viku.
Hringleikahúsið í Palmyra. ISIS-liðar náðu hinni fornu borg á sitt vald í síðustu viku. Vísir/AFP
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi tekið tuttugu sýrlenska stjórnarhermenn af lífi á sviði hringleikahúss í fornu borginni Palmyra.

Í frétt VG segir að böðlar samtakanna hafi safnað saman fjölda fólks til að fylgjast með því þegar hermennirnir voru skotnir á sviðinu.

ISIS-liðar náðu borginni Palmyra á sitt vald í síðustu viku.

Á heimsminjaskrá UNESCO

Palmyra er að finna á heimsminjaskrá UNESCO og er óttast að ISIS-liðar muni vinna skemmdir á eða eyðileggja borgina. ISIS-liðar hafa unnið skipulega að því að eyðileggja fornminjar á þeim svæðum þar sem samtökin hafa sótt fram.

Palmyra er að finna um 200 kílómetrum norðaustur af sýrlensku höfuðborginni Damaskus.  Er hún eldri en forna borgin Nimrud sem ISIS-liðar eyðilögðu fyrir nokkrum vikum og var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist.


Tengdar fréttir

Óttast um fornminjarnar

Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu á sitt vald hluta bæjarins Palmyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×