Erlent

ISIS-liðar tóku 24 af lífi

Samúel Karl Ólason skrifar
SDF hefur náð stórum svæðum úr haldi ISIS í norðanverðu Sýrlandi.
SDF hefur náð stórum svæðum úr haldi ISIS í norðanverðu Sýrlandi. Vísir/AFP
Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir hafa tekið minnst 24 almenna borgara af lífi í þorpi í norðurhluta Sýrlands. ISIS gerði stóra gagnárás gegn SDF, bandalagi Kúrda og vopnuðum sveitum Araba, sem sitja um borgina Manbij og tók nokkur þorp. Þar á meðal þorpið Buyir.

Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights, sem reka umfangsmikið neta uppljóstrara í Sýrlandi, voru minnst 24 íbúar Buyir teknir af lífi á innan við sólarhring.

AFP fréttaveitan segir sókn ISIS-liða í gær hafa verið stóra. Sóknin að Manbij hófst í lok maí og er studd af loftárásum Bandaríkjanna. Hún gekk mjög vel í upphafi en í bænum sjálfum hafa SDF-liðar mætt harðri mótspyrnu, sjálfsmorðsárásum og leyniskyttum.

Sóknin gegn Manbij er liður í áætlun bandalagsins gegn ISIS að einangra Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×