Erlent

ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Sameinuðu þjóðirnar segja ISIS hafa gerst sek um umfangsmikla stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og jafnvel þjóðarmorð.
Sameinuðu þjóðirnar segja ISIS hafa gerst sek um umfangsmikla stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og jafnvel þjóðarmorð. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin ISIS halda um 3.500 manns sem þræla í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástandið í landinu.

Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig fengið staðfest að ISIS hafi nýlega rænt á milli 800 og 900 börnum í írösku borginni Mosul og flutt á brott til að gera þá að barnahermönnum.

Vígasveitir ISIS hafa komið á ströngum lögum á þeim landsvæðum í Írak og Sýrlandi sem hópurinn ræður yfir og hafa framfylgt þeim, meðal annars með tíðum aftökum á opinberum stöðum.

Sameinuðu þjóðirnar segja ISIS hafa gerst sek um umfangsmikla stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og jafnvel þjóðarmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×