Erlent

ISIS-liðar kasta samkynhneigðum manni fram af þaki

Atli Ísleifsson skrifar
Í texta með myndunum segir að íslamski dómstóllinn í Wilayet al-Furat hafi úrskurðað að maður sem hafi gerst sekur um „sódómsku“ verði kasta niður af hæsta punkti borgarinnar.
Í texta með myndunum segir að íslamski dómstóllinn í Wilayet al-Furat hafi úrskurðað að maður sem hafi gerst sekur um „sódómsku“ verði kasta niður af hæsta punkti borgarinnar. Mynd/LiveLeak
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa birt nýjar myndir sem sýna frekari grimmdarverk samtakanna í Sýrlandi og Írak. Myndirnar sýna hvernig liðsmenn samtakanna kasta manni af þaki fyrir að vera samkynhneigður.

Morðið var framið á landsvæði í norðurhluta Íraks sem er á yfirráðasvæði ISIS. Sjá má hvernig níu huldir ISIS-liðar safnast saman á þaki þriggja hæða byggingar og hvernig fórnarlambið hrapar til jarðar. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi látist samstundis.

Myndirnar voru birtar á einni af vefsíðum samtakanna. Í frétt Telegraph kemur fram að þetta sé þriðja atvikið svo vitað sé til þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna taka mann af lífi vegna samkynhneigðar.

Í texta með myndunum segir að íslamski dómstóllinn í Wilayet al-Furat hafi úrskurðað að maður sem hafi gerst sekur um „sódómsku“ verði kasta niður af hæsta punkti borgarinnar.

Wilayet al-Furat er á landsvæði á landamærum Sýrlands og Íraks sem er nú eitt helsta vígi ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×