Erlent

ISIS hefur misst minnst 50 þúsund vígamenn á tveimur árum

Samúel Karl Ólason skrifar
Írakski herinn sækir gegn ISIS í Mosul.
Írakski herinn sækir gegn ISIS í Mosul. Vísir/AFP
Minnst 50 þúsund vígamenn Íslamska ríkisins hafa látið lífið í Írak og Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Þetta er mat hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum en þar á bæ er þetta talið vera varlega metin tala og talið að hún sé líklega hærri í rauninni. Hins vegar varar Pentagon við því að ISIS geti byggt upp sveitir sínar aftur mjög fljótt.

Íslamska ríkið hefur tapað verulegum hlutum af svæði sínu frá sumrinu 2014 þegar yfirráðasvæði þeirra náði hámarki. Sótt er að tveimur helstu vígum þeirra í Írak og Sýrlandi, Mosul og Raqqa.

Bandarískur embættismaður ræddi við blaðamenn Reuters og annarra miðla en óskaði nafnleyndar. Hann sagði að mögulega væri hægt að auka loftárásir víða eins og í Raqqa en vera almennra borgara setti strik í reikninginn.

Bandalag Bandaríkjanna gegn ISIS hefur gert fleiri en 125 þúsund loftárásir frá því í ágúst 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×