Erlent

Ísfötuáskorunin sögð hafa skilað miklum árangri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ísfötuáskorunin svokallaða sem tröllreið heiminum árið 2014 er sögð hafa skilað mikilvægum árangri. Fólk út um allan heim birti myndbönd af sér á samfélagsmiðlum þar sem ísköldu vatni var helt yfir það. Tilgangurinn var að safna fé fyrir MND samtök en áskorunin var gagnrýnd víða sem tilganglaus fíflaskapur.

Samkvæmt BBC söfnuðust 115 milljónir dala, eða um 1,4 milljarðar króna, vegna áskoruninarinnar sem notað var til að fjármagna sex vísindarannsóknir á MND sjúkdóminum.

Vísindamenn sem stóðu að einni rannsókninni leituðu í genamengjum fjölskyldna frá ellefu löndum og fundu genið NEK1. Það er talið eiga verulegan þátt í því að fólk fái MND og rannsóknin gæti leitt til þess að hægt væri að þróa genameðferð gegn sjúkdómnum.

Gífurlegur fjöldi myndbanda var birtur á samfélagsmiðlum 2014 og tóku fjölmargir frægir aðilar í átakinu. Hér að neðan má sjá nokkrar samantektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×