Innlent

Ísfirðingar telja áfengisfrumvarp taktlaust

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vínbúð ÁTVR.
Vínbúð ÁTVR. vísir/gva
Bæjarráð Ísafjarðar lýsir einróma andstöðu við frumvarp á Alþingi um að gefa sölu á áfengi frjálsa.

Bæjarráðið segir að á undanförnum tuttugu árum hafi sveitarfélög eflt forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna með góðum árangri. „Einsýnt er að með breytingunum er gerð aðför að þessum góða árangri sem náðst hefur í forvarnastarfi,“ segir bæjarráðið. Hugmyndir sem þessar séu ekki bara í andstöðu við almenna skynsemi heldur geti framkvæmdin verið beinlínis hættuleg. „Frumvarpið er taktlaust.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×