Enski boltinn

Isco mögulega á leiðinni til Tottenham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Isco hefur verið undanfarin þrjú tímabil hjá Real Madrid.
Isco hefur verið undanfarin þrjú tímabil hjá Real Madrid. vísir/getty
Forráðamenn Tottenham Hotspur ætla sér að klófesta Isco frá Real Madrid áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn.

Þessi 24 ára leikmaður gekk til liðs við Real Madrid fyrir þremur árum þegar hann var keyptur á 25 milljónir punda frá Malaga. Spænskir miðlar greina frá því að annaðhvort láti Real Madrid Isco fara eða James Rodriguez.

Mögulega fer leikmaðurinn á lán til Spurs og mun félagið þá fá forkaupsrétt á leikmanninum.

Spænskir miðlar greina einnig frá því að Chelsea hafi áhuga á Spánverjanum en hann hefur skorað 15 mörk í 98 leikjum fyrir Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×