Viðskipti innlent

Ísboltarnir snúa aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auglýsing Kjörís frá um 1970.
Auglýsing Kjörís frá um 1970.
Kjörís hefur hafið aftur framleiðslu á svonefndum Ísboltum. Frá þessu greinir ísframleiðandinn á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má myndband af boltunum í framleiðslu. Þeir hafa ekki verið framleiddir í 24 ár eða síðan 1993.

Fróðlegt verður að sjá hvort landsmenn fagni endurkomu boltann. Í umfjöllun Vísis í desember síðastliðnum var farið um víðan völl hvað varðar vörur sem Íslendingar hefðu áhuga á að sjá aftur í hillum og kælum verslana. 

Var efnt til könnunar í kjölfar þess að út spurðist að Nói Siríus væri að skoða að setja Blán Ópal aftur í sölu. Í ljós kom að lesendur Vísis voru spenntastir fyrir því að fá Hi-C aftur á markað, á eftir fylgdi gosdrykkurinn Fresca, súkkulaðið Malta og sykurlausir Svalar.

Í athugasemdakerfi Vísis voru lesendur hvattir til að bæta við tillögum og viti menn. Lísa Magnúsdóttir sagðist vilja Ísboltana aftur. Hálfu ári síðar er draumur hennar orðinn að veruleika.


Tengdar fréttir

Nostalgía frá 90s

In the Eye of the Storm er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Mono Town sem hefur á undanförnum árum spilað nokkuð víða og fengið fína áhlustun í útvarpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×