Lífið

Ísbíllinn tekur öll völd

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásgeir Baldursson, eigandi Ísbílsins, er hér með tvo vinsælustu ísa sumarsins, Hnetutopp og Turkish Pepper.
Ásgeir Baldursson, eigandi Ísbílsins, er hér með tvo vinsælustu ísa sumarsins, Hnetutopp og Turkish Pepper. vísir/daníel
„Við erum alltaf að verða meira áberandi, sérstaklega vegna þess að við byrjuðum ekki að keyra á höfuðborgarsvæðinu fyrr en árið 2012,“ segir Ásgeir Baldursson, eigandi fyrirtækisins Ísbílsins, en Ísbíllinn sjálfur stendur á tímamótum og fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár.

Ísbíllinn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem byrjaði með einum bíl um hvítasunnuna árið 1994. „Við byrjuðum í Árnessýslu og vorum að mestu bara í felum í sveitinni þangað til við fórum að keyra á höfuðborgarsvæðinu,“ bætir Ásgeir við. Í dag rekur Ísbílaútgerðin ehf. tíu Ísbíla um allt land. „Ellefti bíllinn er á leiðinni, við erum alltaf að stækka leiðakerfið.“

Áætlun hvers árs nær frá mars fram í desember: einu sinni í mánuði á vorin og haustin en tvisvar í mánuði á sumrin. Engar áætlunarferðir eru í janúar og febrúar.

Ísbíllinn hefur verið áberandi hvert sem hann fer, enda er bjöllu hringt til að gera almenningi viðvart um komu bílsins. „Við förum líka í sérferðir fyrir fyrirtæki sem oft panta bíl,“ bætir Ásgeir við.

Aðalsmerki Ísbílsins er að veita framúrskarandi þjónustu og leggur hann áherslu á að allir getifundið ís við sitt hæfi. „Við erum með ís fyrir alla, sykurlausan ís, laktósafrían ís, lífrænan ís, mjólkurlausan ávaxtaís og hitaeiningasnauðan ís auk hefðbundins rjómaíss, jurtaíss og frostpinna.“ En hvaða ís er vinsælastur?

Hnetutoppurinn er vinsælastur en Turkish Pepper-ísinn er að koma sterkur inn,“ segir Ásgeir. Bíllinn selur allt í allt fimmtíu sortir af ís en 33 í stakri sölu. „Við erum einnig farin að selja fisk og pitsur í Ísbílnum,“ bætir Ásgeir við, og því greinilegt að Ísbíllinn er að sækja í sig veðrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×