Innlent

Ísafjarðarbær gefur ekki frí á Kvennafrídaginn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Að sögn bæjarfulltrúa var þessi leið farin þar sem enginn viðburður tengdur deginum er á döfinni í bænum.
Að sögn bæjarfulltrúa var þessi leið farin þar sem enginn viðburður tengdur deginum er á döfinni í bænum. vísir/pjetur
Ísafjarðarbær gefur hvorki frí né mælist til þess að konur leggi niður störf á kvennafrídeginum. Bærinn biður hins vegar forstöðumenn og íbúa að vera viðbúna því að konur hverfi af vinnustöðum sínum í dag klukkan 14.38.

Í kjölfar fyrirspurnar frá forstöðumönnum í sveitarfélaginu sendi bærinn frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að tilgangur dagsins sé ekki að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög gefi frí heldur það að konur leggi niður störf. Ísafjarðarbær mun síðan „að sjálfsögðu ekki“ skerða laun þeirra starfsmanna sem kjósa að ganga út í dag.

Í umræðum á Facebook segja tveir bæjarfulltrúar Í-listans að ákveðið hafi verið að fara þessa leið þar sem enginn viðburður tengdur deginum er í sveitarfélaginu. Útrýming kynbundins launamunar verði síðan til umræðu á bæjarráðsfundi í dag.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×