Erlent

Írönsk kona hengd í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Reyhaneh Jabbari var handtekin árið 2007 vegna morðsins á Morteza Abdolali Sarbandi, fyrrum starfsmanni ráðuneytis upplýsingamála.
Reyhaneh Jabbari var handtekin árið 2007 vegna morðsins á Morteza Abdolali Sarbandi, fyrrum starfsmanni ráðuneytis upplýsingamála. Vísir/AFP
Írönsk yfirvöld létu í morgun taka 26 ára íranska konu af lífi í fangelsi í höfuðborginni Teheran. Konan hafði áður verið sakfelld fyrir morð á manni sem hún sagði hafa nauðgað sér, en fjöldi alþjóðlegra samtaka höfðu þrýst á Írani að fresta aftökunni.

Reyhaneh Jabbari var handtekin árið 2007 vegna morðsins á Morteza Abdolali Sarbandi, fyrrum starfsmanni ráðuneytis upplýsingamála.

Mikilli herferð var hrundið af stað á Facebook og Twitter í síðasta mánuði þar sem írönsk yfirvöld voru hvött til að hætta við fyrirhugaða aftöku.

Íranski fjölmiðillinn Tasnim greindi hins vegar frá því í morgun að aftakan hafi farið fram eftir að ættingjum Jabbari hafi mistekist að fá aðstandendur Sarbandi til að  fresta aftökunni. Segir fjölmiðillinn að ekki hafi tekist að sanna fyrir rétti að Jabbari hafi banað manninum í sjálfsvörn.

Í frétt BBC kemur fram að talsmaður mannréttindasamtakanna Amnesty International hafi sagt í morgun að fréttir af aftöku Jabbari væru „gríðarlega mikil vonbrigði“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×